Hótel

„Retreat hótel hefur hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga fyrir hönnun, útlit og þjónustu frá opnun.”

The Retreat

Árið 2019 var fyrsta heila starfsár Retreat hótels og gekk reksturinn mjög vel. Retreat hótel er fimm stjörnu hótel með 62 herbergjum og er hönnun þess og umhverfi hið glæsilegasta. Viðtökur gesta hafa verið sérlega góðar og hefur hótelið unnið til fjölda alþjóðlegra verðlauna fyrir einstaka upplifun gesta, þjónustu, umgjörð, hönnun og magnað umhverfi. Meðalnýting á árinu var um 60% og tók hótelið á móti rúmlega 23 þúsund gestum árið 2019. Þrátt fyrir stuttan starfstíma er hótelið þegar komið með nokkurn fjölda fastagesta sem hafa komið oftar en tvisvar. Gestir á Retreat hóteli hafa aðgang að Retreat Spa auk þess sem nokkrar svítur hafa einkalón.

Silica Hotel

Silica hótel er eitt best geymda leyndarmál Bláa Lónsins en um er að ræða 35 herbergja fjögurra stjörnu hótel þar sem gestir hafa aðgang að sérstöku baðlóni auk þess sem þeir fá aðgang að Bláa Lóninu. Meðalnýtingin á Silica hótel var um 95% á árinu og voru tæplega 21 þúsund gestir boðnir velkomnir. Hótelið hefur hlotið afar góða dóma á samfélagsmiðlum og meðal hótelgesta, sem sumir hverjir koma ár eftir ár.

Start typing and press Enter to search